top of page

Hjörvar Hafliða

Updated: Jun 3, 2019



Hjörvar Hafliða, einnig þekktur sem Dr. Football, er íþróttafréttamaður og knattspyrnu sérfræðingur. Hann hefur margar og stórar skoðanir á öllu sem tengist fótbolta. Hann er með podcast þátt sem heitir Dr. Football og gefur út 1 til 2 þætti í hverri viku þar sem hann fer yfir stöðuna í fótbolta heiminum.


Við spurðum Hjörvar hvaða áhrif honum finnst kaup erlendra leikmanna hafa á deildina og félögin. Honum finnst vera jákvætt þegar erlendir leikmenn eru betri en þeir sem eru fyrir en neikvætt ef erlendu leikmnennirnir eru lélegri en þessir sem eru ungu og vilja spiltíma.


Við spurðum hann líka hvort honum finnst félög í efstu deild á íslandi gefa uppöldum og ungum leikmönnum nógu mörg tækifæri. Honum finnst ungir leikmenn vera að fá góð tækifæri að spila ef þeir geta eitthvað, en ef þessir ungu fá ekki að spila eru þeir líklega ekki nógu góðir.


Svo spurðum við hann hvað honum finnst íslensk félög meiga gera betur til þess að fá meira út úr ungum leikmönnum. Hann er ánægður með barnaþjálfunina en finnst þurfa að styrkja leikmenn um 15-17 ára og leggja meira í þann aldur fyrir meistaraflokk.


Einnig spurðum við Hjörvar hvað hann heldur að valdi því að íslensk félög kaupi erlenda leikmenn. Honum finnst þurfa bara að vera keyptir útlenskir leikmenn til að ná í lið, eins og þegar lið komast í efstu deild þurfa þau útlenska leikmenn til að fylla liðið svo þeir hafa einhvern möguleika á að komast í evrópukeppnina.


Við spurðum Hjörvar hvort hann væri til í að hafa hámarkskröfur á því hvað íslensk félög meiga vera með marga erlenda leikmenn. Hjörvar segir "Þetta er náttúrulega erfitt því eins og það væri miklu léttara að fylla KR af íslenskum leikmönnum heldur en Ólafsvik t.d. en ég væri auðvitað til í að það væri hámarksfjöldi um 4 útlenska leikmenn."


Svo spurðum við hann hvort hann heldur að það myndi draga úr gæðum efstu deildar ef það yrði sett hámarkskrafa á erlenda leikmenn. Hann er ekkert viss um að það yrði minni gæði i Pepsi Max deildinni ef það væri settur hámarksfjöldi, en það væri hinsvegar meiri líkur að maður myndi aldrei sjá lið eins og t.d. ÍBV og Ólafsvik aftur í efstu deild.


Síðast en ekki síst spurðum við Hjörvar hvort hann haldi að það hafi slæm áhrif á félög að vera með of marga erlenda leikmenn. Hjörvar segir "það næst bara ekki næg stemming þegar það eru of margir útlendingar í Pepsi deildinni, en eins og þú sérð i Ensku úrvalsdeildinni eru miklu færri englendingar en útlendingar samt mjög mikil stemming. Bara sem hann hefur kynnst þar sem eru mikið af útlendingum á íslandi kemur ekki sama stemming eins og lið með marga heimamenn.


22 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page