top of page

Sindri Snær Magnússon

Fyrirliðinn Sindri Snær Magnússon er leikmaður meistarflokks ÍBV en hann hefur spilað með Eyjaliðinu í Pepsi Max-deild karla síðan í byrjun ársins 2016. En áður spilaði hann með Keflavík.

Við spurðum Sindra hvaða áhrif honum fyndist kaup erlendra leikmanna í efstu deild á Íslandi hafa fyrir deildina og félögin, hann segist telja það hafa góð áhrif þegar leikmenn eru nógu góðir, útaf því þá bæta þeir deildina. En svo gæti það líka verið slæmur kostur ef erlendu leikmennirnir standa sig ekki nógu vel og eru að taka sæti í liðinu frá ungum og efnilegum íslendingum.


Hann var spurður útí það hvort hann teldi íslensk félög í efstu deild á íslandi gefa uppöldum eða ungum leikmönnum nógu mörg tækifæri, hann segir að það séu til dæmu um að Valur og KR gefi engum leikmönnum tækifæri en hinsvegar er sífellt gefið leikmönnum ÍA á skaganum tækifæri á að sanna sig. "Eins og staðan er núna á ÍA liðinu þá eru þeir eiginleg bara með uppaldna stráka" og bætir svo við að í ÍBV meistarflokki karla eru 4-7 leikmenn í hópnum sem fá ekkert endilega að spila. Svo það er hægt að segja að tækifærin eru finnanleg í sumum liðum öðrum ekki og endar svo svar sitt á því að segja að það ætti að gefa fleirum séns.


hvað finnst þér að íslensk félög mættu gera betur til þess að fá meira út úr ungum leikmönnum?

"það er einfalt, allavega að leyfa þeim að fá að spila til að byrja með. Eyða meiri pening í góða yngri flokka þjálfara. Þannig að byrja snemma og eyða góðum pening í yngri flokkana og þá mun það skila sér betur til lengri tíma." segir Sindri Snær.


Hann var spurður hvað hann teldi að valdi því að íslensk félög fái til sín erlenda leikmenn

en það sagði hann vera árangur. Fyrst og fremst hækkar árangur liða þegar erlendir leikmenn koma og spila í íslensku deildinni og telur hann nauðsynlegt að fá inn fáa eða marga erlenda leikmenn til að bæta þá sem eru fyrir. svo segir hann að það getur vel verið að það séu lélegir árgangar að koma upp og þá er sótt í nokkra erlenda leikmenn til að verða betri og standa sig vel í evrópukeppni.


Sindri var spurður hvort honum finnst það ætti að vera hámarksfjöldi á því hvað lið geta verið með marga erlenda leikmenn?

"já, ég væri til í að það væri bannað að vera yfir 5. það eru reglur fyrir leikmenn frá Ameríku, mátt bara vera með 3 en engar reglur yfir leikmenn frá evrópu" segir Sindri Snær


Okkur fannst áhugavert að spurja hvort hann heldur að það myndi draga úr gæðum Pepsí Max deildarinnar ef það yrði settur hámarksfjöldi fyrir erlenda leikmenn?

Og því svaraði hann játandi en bætir svo við að það væri bara til að byrja með en svo ekki þegar það líður á eftir 2-3 ár. "Ef það eru góðir útlendingar þá bætir það deildina en ef við myndum fækka þeim aðeins þá myndi deildin mögulega verða örlítið slakari en það kæmu betri íslenskir leikmenn í staðin".


Að lokum sagði hann að Það getur haft slæm áhrif á lið að vera með of marga erlenda leikmenn. Fyrir stuðningsmennina og fólkið í kringum liðið að það sé ekki með neinn sem þau þekkja, kannast ekki við neitt andlit. Það getur haft slæm áhrif á stuðning. Og ef lið er með marga útlendinga og það gengur illa þá hefur það klárlega slæm áhrif bæði fyrir félagið og stuðningsmenn. En ef þú hefur útlendinga og ert að vinna allt þá myndi það mögulega sleppa.

21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page