Kristján Guðmundsson var þjálfari meistaraflokks karla ÍBV 2017 og 2018. Hann varð bikarmeistari með liðinu fyrra árið og seinna árið endaði hann í 6. sæti með mesta stigafjölda sem ÍBV hefur fengið síðan Heimir Hallgrímsson hætti með liðið 2013. Við fengum spurðum hann nokkra spurninga sem hann svaraði öllum með miklum sóma.
Við byrjuðum á að spyrja hann Stjána hvaða áhrif honum finnst kaup erlendra leikmanna í efstu deild hafa fyrir deildina og félögin. Hann segir að þau séu misjöfn eins og þau eru mörg. Honum finnst að í flestum tilfellum hafa kaup erlendra leikmanna bætt félögin og þar af leiðandi deildina. Hann segir að oft eru leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli í einhvern tíma og þurfa að finna deild til þess að hefja ferilinn aftur.
Einnig spurðum við hann hvort honum finnst félög í efstu deild gefa uppöldum eða ungum leikmönnum nógu mörg tækifæri. Hann segir að íslensku liðin eru ágæt í þessu en þó ekki nóg. Hann segir að félögunum til varnar þá er oft búið að taka bestu leikmennina úr yngri flokkunum og þeir komnir til erlendra félaga áður en þeir geta byrjað að spila með sínum meistaraflokk. En það sem stendur helst í vegi þess að ungir leikmenn fái traustið í staðin fyrir t.d. erlendur leikmaður er skammsýnin. Það þarf að fá úrslit í dag annars... og þá velur þjálfarinn frekar leikmann sem hefur spilað 200 leiki frekar en ungan leikmann.
Þriðja spurningin fyrir hann Kristján var "hvað finnst þér að félög mættu gera betur til þess að fá meira út úr ungum leikmönnum?". Fyrst og fremst finnst Kristjáni að það ætti að móta betri stefnu innan félagsins um hvernig liðið á að spila fótbolta, hvernig leikmenn þeir vilja í hverja stöðu og fyrir hvað liðið á að standa. Þar með er auðveldara að segja við yngri leikmenn að það er þetta sem þið þurfið að sýna, þið fáið tækifærið á að sýna ykkur þegar þjálfarinn telur þig tilbúinn. Í kjölfarið þarf að sýn aleikmönnum traustið og henda þeim í laugina. Mikilvægasti þátturinn í þessu er að félögin vinni sér inn traust leikmanns og fjölskyldu hans um að hagsmunir leikmannsins eru hagsmunir félagsins. Þá er mögulegt að minnka inngrið þriðja aðila.
Við spurðum Kristján hvað veldur því að íslensk félög fái til sín erlenda leikmenn. Hann segir að það er vonin um að sá erlendi sem hefur líklega spilað í betri deild , á landsleiki yngri landsliða með sterkum þjóðum geri betur í leikjum keppnistímabilsins heldur en yngri leikmaður sem myndi hugsanlega gera fleiri mistök og kosta mark og þá kannski sigur. Það gleymist þó nánast alltaf að erlendi leikmaðurinn fer til síns heima eftir að keppnis´timabili líkur en heimamaðurinn situr uppi með stöðuna, hver svo sem hún er í hvert skipti.
Svo spurðum við hann hvort honum finnst að það ætti að setja hámarkskröfur á hvað hvert lið mætti hafa erlenda leikmenn. Kristján benti okkur á að samkvæmt vinnureglum er það ekki hægt. Það er þó kominn rammi frá UEFA/KSÍ um hversu marga uppalda leikmenn þú þarft að hafa í leikmannahóp í a.m.k efstu deild. Í 25 manna leikmannahóp þarf félag að hafa að lágmarki 8 uppalda leikmenn hjá liðum á Íslandi frá 15 ára aldri þar sem minnst fjórar af þeim þurfa að vera frá viðkomandi félagi.
Við spurðum hann hvort hann hélt að það myndi draga úr gæðum efstu deildar á íslandi ef það yrðu settar hámarkskröfur á hvað hvert lið mætti vera með marga erlenda leikmenn. Hann heldur að það myndi kannski gerast í upphafi en það myndi svo jafnast út þegar fleiri innlendir leikmenn fá traust og spiltíma.
Seinasta spurning okkar fyrir Kristján var hvort honum finnst það hafa slæm áhrif á félög að vera með of marga erlenda leikmenn. Hann segir að fyrst og fremst snýst það um gæði leikmanna
Comments