Við tókum saman alla tölfræðina sem við söfnuðum og reyndum að finna niðurstöðu úr verkefninu. Við sátumst niður yfir einum sótsvörtum kaffibolla og ræddum aðeins málin um niðurstöður verkefnisins og ræddum hvað við myndum gera ef við værum þjálfarar eftir að hafa séð niðurstöðurnar.
Við myndum ekki hafa færri en 3 erlenda leikmenn en ekki fleiri en 5 samt. Við myndum líka vilja að þeir væru með alvöru gæði og væru lykilmenn í liðinu. Við myndum líka gefa öllum uppöldum og ungum leikmönnum sem eru nógu góðir eins mikið af sénsum og við mögulega getum.
Við myndum passa okkur að ekki vera með of breiðan hóp því þá er líklegra að við séum með fleiri meðal eða slaka leikmenn heldur en að vera frekar með smærri hóp með fleiri gæða leikmenn sem skara fram úr og svo unga og efnilega íslendinga sem eru nógu góðir og vilja sýna sig. En við myndum líka passa okkur á því að gefa ekki öllum sem eru ungir séns því þá værum við frekar að láta þá spila bara því þeir eru uppaldir eða efnilegir en ekki því þeir eru tilbúnir í að keppa í efstu deild á íslandi.
Comments